Aratunga
  • Tjaldsvæðið
  • Heima
  • Húsið
  • Hafðu samband!
  • English
    • Húsið Guesthouse
    • Camping Site
    • Contact us!
  • Fróðleikur um Reykholt
    • Um okkur

Tjaldsvæðið er opið frá 6.maí til 1.október. Ekki er hleypt inn á svæðið eftir kl.23.00.

Picture
Rólegt fjölskyldutjaldsvæði ,Vel staðsett nálægt allri þjónustu: sundlaug, verslun, veitingastaðir, íþróttavellir og leikvöllur. Fjölbreyttir dagsferðamöguleikar í nágrenninu, náttúruperlur og sögustaðir.
aldurstakmark er á tjaldsvæðinu , 25 ára og eldri, nema um fjölskyldufólk er að ræða .
Opnum 13.maí 2021.
Á tjaldsvæðinu eru salerni , heitt og kalt vatn, seyrulosun fyrir ferðasalerni, sturta , eldhús og hægt að fylla á vatnstanka hjólhýsa/húsbíla.
Almennum fyrirspurnum er svarað frá kl 10-17 í síma 8441650.
Fyrir viðskiptavini tjaldsvæðis er síminn opinn til kl 23
Hægt er að hringja í neyðarnúmer á öðrum tíma ,sem gefin er upp á tjaldsvæðinu sjálfu. Takk fyrir .


Tölvupóst má senda með því að smella hér.

Almennar reglur tjaldsvæðisins :
Aldurstakmark 25 ár , nema ef um er að ræða fjölskyldufólk.
1 bíll inn á svæðið með hverju hýsi/tjaldi, aðrir gestir leggja á bílaplani
Hleðsla rafbíla er óheimil á tjaldsvæðinu.
Ró skal vera á svæðinu frá kl 24-08
Truflun, ölvun, og óspektir á næturfriði, getur valdið tafarlausri brottvísun af svæðinu.
Seyrulosun er á bílaplani, ekki skal losa skolptanka í salernin.
Hundahald :
Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu , með þeim skilyrðum að þeir séu hjá eigendum sínum og á fullri ábyrgð eigenda, í bandi og þrifið sé upp eftir þá. Vakin er athygli á því að hafa þá ekki í löngu bandi , þar sem aðrir gestir og tjaldverðir geti gengið um svæðið óáreittir fyrir hundum.
Brot á þessum reglum varða brottvísun af svæðinu.

Vakin er athygli á að skurðir eru á tjaldsvæðinu.
Börn að leik á leikvellinu/leiktækjum eru alfarið á ábyrgð foreldra/forráðamann.

​



5Verðskrá 2022
F
ullorðnir kr: 1500
Börn 12-18 ára  kr: 500.- í fylgd foreldra/forráðamanna
Börn 11 ára og yngri frítt
Rafmagn kr: 1200 pr.sólarhringur 

Tölvupóst má senda með því að smella hér.
Langtímastæði sumar​ 2022
Tekið verður við pöntunum um sumarstæði eftir 15.mars 2022 Vinsamlegast sendið póst hér .
3 mán með rafmagni 10 amp tengill verð er 98.800 kr
Verð miðast við veru frá 01.06-31.08 , hægt er að kaupa fleiri mánuði/vikur , ef vill.




Proudly powered by Weebly